Viðskipti innlent

Salmonella í vörum Bakkavarar

Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.

Salmonella hefur gert vart við sig í vörum frá Bakkavör í Englandi. Það kom í ljós eftir að próf voru framkvæmd í verksmiðju fyrirtæksins. Í kjölfarið hafa tvær tegundir af hummus-ídýfum verið teknar úr  hillum stórmarkaðanna Tesco og Waitrose.

Það var breska matvælaeftirlitið sem gaf út viðvörun um salmonellu í vörum frá Bakkavör. Um var að ræða eina gerð af hummus.

Þetta er í annað skipti á rúmlega ári þar sem salmonella kemur upp í hummus-vörum Bakkavarar. Í febrúar á síðasta ári þurfti að innkalla nokkrar tegundir vegna salmonellu.

Exista er stærsti hluthafi Bakkavarar með rétt tæplega 40% hlut. Ágúst Guðmundsson er forstjóri fyrirtæksins og Lýður bróðir hans er stjórnarformaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×