Viðskipti innlent

Hagnaður Bakkavarar Group 2,4 milljarðar á fyrsta fjórðungi

Ágúst Guðmundsson.
Ágúst Guðmundsson. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Rekstrarhagnaður Bakkavarar Group á fyrsta fjórðungi ársins var 2,4 milljarðar króna og veltuaukning 8% en veltan var 57,6 milljarðar króna. Ágúst Guðmundsson forstjóri segir niðurstöðurnar vonbrigði, erfiðar aðstæður á mörkuðum hafi haft mikil áhrif á afkomu félagsins, t.d. áframhaldandi verðhækkanir á hráefni ásamt umtalsverðri lækkun á gengi breska pundsins gagnvart evru. Í fréttatilkynningu frá Bakkavör er þetta enn fremur haft eftir Ágústi:

„Einnig hafði hagræðing í framleiðslu félagsins á tilbúnum réttum, sem hafin var

á síðasta ári, mikil áhrif á afkomu og sölu í Bretlandi. Hins vegar teljum við

að félagið muni njóta ávinnings af þessum breytingum þegar til lengri tíma er

litið. Þá er talið að óvissa vegna núverandi efnahagsástands hafi einnig haft

áhrif á sölu á ferskri tilbúinni matvöru í Bretlandi.

Áfram krefjandi viðskiptaumhverfi

Við gerum ráð fyrir að

viðskiptaumhverfið verði áfram krefjandi, en reiknum jafnframt með að sala

félagsins muni taka við sér að nýju á síðari hluta 2008. Sala og afkoma

félagsins á meginlandi Evrópu og í Asíu var áfram góð og við sjáum veruleg

vaxtartækifæri utan Bretlands í framtíðinni og einbeitum okkur að því að

styrkja stöðu félagsins á meginlandi Evrópu, í Asíu og Bandaríkjunum. Það sem

af er þessu ári höfum við keypt fimm fyrirtæki utan Bretlands, í Kína, Hong

Kong, Bandaríkjunum og á Ítalíu. Ennfremur tilkynntum við í dag um að félagið

hafi gert skiptasamning um 10.9% hlut í Greencore Group en við álítum að þessi

samningur falli vel að stefnu Bakkavarar og endurspegli trú okkar á markaðnum

fyrir fersk tilbúin matvæli.

Langtímahorfur félagsins eru mjög góðar. Undirstöður rekstrar Bakkavarar eru

traustar og markaðsstaða góð á öllum þeim mörkuðum sem félagið starfar.

Bakkavör Group er því vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður

og einbeita sér að frekari vexti á alþjóðavettvangi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×