Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka

Úrvalsvísitalan heldur áfram að fara upp í dag. Það sem af er degi hefur hún hækkað um 5,17% og stendur nú í rúmum 4.800 stigum.

Dagurinn í Kauphöllinni hefur verið góður og hefur Kaupþing hækkað um 8,53% og Marel um 7,17% og Landsbankinn um 4,55% og Glitnir um 3,73%.

Sex félög hafa lækkað í dag og þeirra mest er Skipti sem hefur lækkað um 12,17%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×