Viðskipti innlent

Segir Seðlabankann kominn í sjálfheldu

„Það drýpur ekkert af mér hrifningin," sagði Vilhjálmur Egilsson um síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, en bankinn hækkaði vexti í 15% í morgun. Vilhjálmur segir að Seðlabankinn hefði átt að bíða rólegur því gengið hefði vafalaust hækkað að nýju án afskipta Seðlabankans. „Gengið var orðið svo lágt að það hefði alltaf komið til baka," sagði Vilhjálmur.

Þá segir Vilhjálmur að stýrivaxtahækkun Seðlabankans skýri ekki þá hækkun sem hafi verið í Kauphöll Íslands í morgun. „Stærsta skýringin á hækkun hlutabréfa er eitthvað sem gerðist í Stokkholmi fyrir helgi - þegar Kaupþing hækkaði þar," sagði Vilhjálmur. Þá sagði Vilhjálmur að Seðlabankinn væri komin í algera sjálfheldu með peningastefnuna og að krafan um upptöku evru ætti eftir að verða háværari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×