Viðskipti innlent

Hætt við hremmingum hjá mörgum ef vextir hefðu ekki hækkað

Hætt er við að mörg heimili í landinu hefðu lent í hremnmingum ef stýrivextir hefðu ekki verið hækkaðir að mati Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra.

Davíð segir vaxtahækkunina í morgun, um 1,25 prósentustig, einhverja mestu hækkun sem Seðlabankiinn hafi farið í í einu lagi síðan núverandi skipan peningamála var tekin upp árið 2001. Menn hafi því þurft að hafa drjúgar ástæður fyrir hækkuninni.

„Þær eru þær að við höfðum miklar áhyggjur af þróun verðbólgunnar eftir fall krónunnar sem okkur fannst vera gengið alveg úr hófi. Raungengið hafði lækkað niður í punkt sem var því sem næst sá neðsti sem við höfum séð í aldarfjórðung og okkur var alveg ljóst að ef þetta héldi áfram með þessum hætti og þróunin hefði kannski gengið áfram í sömu átt, sem flestir spáðu að kynni að verða, að þá var hætt við því að verðbólgan hefði orðið hér að óðaverðbólgu og mjög margir menn lent í miklum hremmingum," segir Davíð.

Aðspurður um hlut ríkisstjórnarinnar, hvort hún þurfi að draga úr umsvifum til þess að hækkunin heppnist fullkomlega segir Davíð að hjá Seðlabankanum telji menn að allir þurfi að koma að málinu „og ég veit að ríkisstjórnin skynjar alveg mikilvægi þess að ná tökum á þessum vandamálum sem nú eru uppi og tel að það þær breytingar sem ríkisstjórnin tilkynnir í dag varðandi útgáfu á skuldabréfaflokkum og þess háttar séu mjög hjálplegar aðgerðir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×