Erlent

Vörubílstjórar á Spáni á hraða sniglisins

Vöruflutningabílstjórar á Spáni óku bílu sínum á hraða snigilsins eftir hraðbrautum landsins í morgun til að mótmæla hækkandi eldsneytisverði.

Í Madrídarborg var bíll við bíl á flestum hraðbrautum. Talsmaður vöruflutningabílstjóra segir þetta aðeins fyrsta vers í aðgerðabók þeirra sem ljúki með allsherjarverkfalli sem muni lama matar- og eldsneytiflutninga um gjörvallt landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×