Viðskipti innlent

Hart deilt á stjórnvöld fyrir sinnuleysi

Stjórnarformaður Auðar Capital, Halla Tómasdóttir, segist hafa misst alla trú á leiðtogum landsins í gær. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins fengu snarpa ádrepu í þættinum Markaðurinn með Birni Inga á Stöð í morgun. Halla, sem situr í bankaráði Seðlabankans sagðist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum í gær þegar komið hafi í ljós að ekki stæði til að grípa til róttækra aðgerða á borð við að sækja um inngöngu í Evrópusambandið.

Í staðinn hafi komið tilkynning um enn eina nefndina, en þar er hún að vísa til ákvörðunar Sjálfstæðisflokksins um að skipa Evrópunefnd.

Halla sagðist í þættinum einnig undrast að enginn skuli enn hafa þurft að sæta ábyrgð vegna hruns bankanna.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×