Viðskipti innlent

Stofnefnahagur nýju bankanna

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Gömlu bankarnir.
Gömlu bankarnir.
Heildareignir nýju viðskiptabankanna þriggja nema ríflega 3.129 milljörðum króna.

Fjármálaeftirlitið birti í gær bráðabirgðatölur úr stofnefnahagsreikningi bankanna.

Í tilkynningu fjármálaeftirlitsins kemur fram að unnið sé að endurmati efnahagsreikningsins, en þeirri vinnu á að vera lokið um áramót.

Eignir Nýja Landsbankans (NBI hf.) eru sýnu mestar, nema tæpum 1.544 milljörðum.

Nýi Glitnir á 886 milljarða tæpa og Nýja Kaupþing tæpa 700 milljarða.

Hlutafé bankanna þriggja nemur samtals 385 milljörðum króna. Lán til viðskiptavina nema tæpum 1.884 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×