Viðskipti innlent

Veðja um það hver kaupi flugflota Sterling

Norræn veðbanki hefur tekið upp á því að bjóða upp á veðmál um það hver muni kaupa flugflota hins gjaldþrota Sterling-flugfélags, alls 26 vélar.

Fram kemur á danska viðskiptafréttavefnum business.dk. að skiptastjóri Sterling eigi í viðræðum við nokkra kaupendur og sá líklegasti er að mati veðbankans Unibet þýska flugfélagið Lufthansa.

Þá þykir norska flugfélagið Norwegian einnig líklegt en það hefur þegar tekið yfir hluta þrotabús Sterling. Enn fremur er AirBerlin nefnt til sögunnar og það talið líklegt til að blanda sér í baráttuna um flugfarþega á Norðurlöndum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×