Segir fimbulvetur framundan í byggingariðnaðinum 30. október 2008 11:25 Fjármálakreppan virðist ætla að leggjast sérstaklega þungt á byggingariðnaðinn. Fréttir af fjöldauppsögnum úr þeim geira hagkerfisins berast nú nánast daglega. Greining Glitnis fjallar um málið og segir fimbulvetur framundan í byggingariðnaðinum. Fastlega má búast við að á bilinu 300- 400 manns í byggingariðnaðinum hafi fengið uppsagnarbréf í þessum mánuði. Mikill svartsýni ríkir nú í þeirri grein og skyldum greinum og búist er við að fleiri muni missa vinnuna á næstu mánuðum. Í Morgunkorni greiningarinnar segir að íbúðamarkaðurinn er nær algjörlega frosinn og ólíklegt er að mikill eftirspurn verði eftir nýjum íbúðum á næstunni. Verulega hefur einnig hægst á framkvæmdum við atvinnuhúsnæði en lánaframboð til slíkra verkefna er afar takmarkað. Þau verkefni sem helst virðast vera framundan virðast því vera á vegum hins opinbera. Óvissa ríkir einnig um þau þar sem fyrirséð er að ríkisjóður verði rekinn með miklum halla á næstu árum sem minnkar svigrúm til opinberra framkvæmda til muna. Þessi þróun hefur verið fyrirferðamikill í íbúðarhúsnæði. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði nam um það bil 3-4% af landsframleiðslu (VLF) frá 1980 og allt fram á miðjan níunda áratuginn. Þá byrjaði fjárfesting í íbúðarhúsnæði að aukast jafnt og þétt og var á síðasta ári 7% af VLF sem er afar hátt hlutfall í bæði sögulegu og í alþjóðlegum tilliti. Miklar verðhækkanir íbúðarhúsnæðis og kaupmáttarvöxtur hafa verið helsti drifkraftur þessarar miklu fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Frá aldamótum og fram til ársloka síðasta árs hefur raunverð íbúða hækkað um 60% og kaupmáttur margfaldast. Nú er kaupmáttur hins vegar að lækka sem og raunverð íbúðarhúsnæðis. Mikið er nú til af nýju óseldu húsnæði. Þær tölur sem nefndar hafa verið í þessu sambandi eru á bilinu 5.000 -7.000 íbúðir sem samsvarar því að eftirspurn næstu 2-3 ára hefur þegar verið mætt sé miðað við eðlilega þróun. Þetta mun koma til með að hraða þeim aðlögunarferli sem byggingariðnaðurinn stendur nú frammi fyrir. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjármálakreppan virðist ætla að leggjast sérstaklega þungt á byggingariðnaðinn. Fréttir af fjöldauppsögnum úr þeim geira hagkerfisins berast nú nánast daglega. Greining Glitnis fjallar um málið og segir fimbulvetur framundan í byggingariðnaðinum. Fastlega má búast við að á bilinu 300- 400 manns í byggingariðnaðinum hafi fengið uppsagnarbréf í þessum mánuði. Mikill svartsýni ríkir nú í þeirri grein og skyldum greinum og búist er við að fleiri muni missa vinnuna á næstu mánuðum. Í Morgunkorni greiningarinnar segir að íbúðamarkaðurinn er nær algjörlega frosinn og ólíklegt er að mikill eftirspurn verði eftir nýjum íbúðum á næstunni. Verulega hefur einnig hægst á framkvæmdum við atvinnuhúsnæði en lánaframboð til slíkra verkefna er afar takmarkað. Þau verkefni sem helst virðast vera framundan virðast því vera á vegum hins opinbera. Óvissa ríkir einnig um þau þar sem fyrirséð er að ríkisjóður verði rekinn með miklum halla á næstu árum sem minnkar svigrúm til opinberra framkvæmda til muna. Þessi þróun hefur verið fyrirferðamikill í íbúðarhúsnæði. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði nam um það bil 3-4% af landsframleiðslu (VLF) frá 1980 og allt fram á miðjan níunda áratuginn. Þá byrjaði fjárfesting í íbúðarhúsnæði að aukast jafnt og þétt og var á síðasta ári 7% af VLF sem er afar hátt hlutfall í bæði sögulegu og í alþjóðlegum tilliti. Miklar verðhækkanir íbúðarhúsnæðis og kaupmáttarvöxtur hafa verið helsti drifkraftur þessarar miklu fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Frá aldamótum og fram til ársloka síðasta árs hefur raunverð íbúða hækkað um 60% og kaupmáttur margfaldast. Nú er kaupmáttur hins vegar að lækka sem og raunverð íbúðarhúsnæðis. Mikið er nú til af nýju óseldu húsnæði. Þær tölur sem nefndar hafa verið í þessu sambandi eru á bilinu 5.000 -7.000 íbúðir sem samsvarar því að eftirspurn næstu 2-3 ára hefur þegar verið mætt sé miðað við eðlilega þróun. Þetta mun koma til með að hraða þeim aðlögunarferli sem byggingariðnaðurinn stendur nú frammi fyrir.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira