Viðskipti innlent

Icelandair fækkar framkvæmdastjórum

sev skrifar
Framkvæmdastjórum hjá Icelandair verður fækkað úr sex í þrjá, og hagræðingar gerðar á yfirstjórn.

Í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni framkvæmdastjóra Icelandair að þannig sé tekið mið af þeim breytingum sem gerðar hafi verið á starfsemi félagsins undanfarið. Byrjað hafi verið að einfalda skipulag félagsins í vor með fækkun millistjórnenda og þetta sé liður í þeirri vinnu.

Eftir breytingarnar heyra þrjú svið undir Birki framleiðslusvið, sölu- og markaðsssvið og fjármálasvið.

Andri Áss Grétarsson verður framkvæmdastjóri framleiðslusviðs, sem hefur með höndum stjórn flugrekstrar félagsins, stöðvarekstur og viðhaldsþjónustu. Helgi Már Björgvinsson verður framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, sem annaðst sölu og markaðsstarf hér heima og erlendis. Hlynur Elísson verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs sem sér um fjármálastjórnun félagsins auk starfsmanna- og upplýsingatæknimála.

Breytingarnar eru sagðar til hagræðingar og þess að efla félagið. Nýtt skipulag sé til þess fallið að færa stjórnendur nær daglegum rekstri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×