Viðskipti innlent

Skilanefnd Landsbankans lýsir eftir kröfuhöfum í þrotabúið

Skilanefnd Landsbankans hefur ákveðið að lýsa eftir erlendum kröfuhöfum í þrotabú gamla Landsbankans.

Í tilkynningu til kauphallarinnar um málið segir að skilanefndin hafi fengið Deloitte & Touche til liðs við sig til að safna saman upplýsingum um kröfuhafana.

Mun skilanefndin og Deloitte mynda saman óformlega nefnd til að fara yfir kröfuhafana og þær kröfur sem gerðar verða í þrotabúið. Jafnframt hefur verið stofnuið sérstök vefsíða þar sem viðkomandi geta skráð sig og kröfur sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×