Sterling hrapar til jarðar 30. október 2008 18:00 Pálmi Haraldsson. Fyrrverandi eigandi danska flugfélagsins Sterling segir sárt til þess að hugsa hvernig fór fyrir félaginu. Eignarhaldsfélag hans á stærstu kröfuna í þrotabúið. Danska flugfélagið Sterling varð gjaldþrota í gærmorgun. Fyrrverandi eigandi Fons, félag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið. „Það er ekki alltaf gaman að vera í viðskiptum. En þetta er ólýsanlega sárt,“ segir Pálmi Haraldsson, annar tveggja eigenda Fons, eignarhaldsfélagsins sem átti danska flugfélagið Sterling þar til í gærmorgun. Pálmi hefur síðustu daga átt í viðræðum við tvo aðila um kaup á flugfélaginu. „Við vorum við það að loka dílnum klukkan tíu í gærkvöldi [í fyrrakvöld],“ segir hann. Klukkustund síðar kom í ljós að kaupendur, danskir fjárfestar og þarlendur sjóður, gátu ekki lagt fram viðunandi tryggingar fyrir kaupunum. Þegar snurða hljóp á þráðinn hafi fátt annað verið í stöðunni en að fara til siglinga- og verslunarréttar Kaupmannahafnar og óska eftir gjaldþroti, að sögn Pálma. Um 27 flugvélar flugu undir merkjum Sterling og starfsmenn voru 1.100 talsins. Um tíu prósent af farþegum Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn flugu í fyrra með vélum félagsins. Starfsmenn þurfa nú að leita til Ábyrgðasjóðs launa en óvíst er hvort þeir missi störf sín. Þá fá flestir viðskiptavinir Sterling miða sína endurgreidda. Þeir sem verst fara út úr viðskiptum sínum við Sterling eru hins vegar þeir sem hafa skipulagt ferðir á vegum félagsins næstu daga, að sögn Pálma. Þúsundir voru strandaglópar víðs vegar um Evrópu í gær og unnu önnur flugfélög að því að hlaupa undir bagga. „Þetta er ofboðslega sárt fyrir alla.“ Hann segir árið hafa verið gríðarlega erfitt í flugrekstri víða um heim. Sterling hafi ekki verið undanskilið. „Þegar íslenska fjármálakreppan skall á hrundi salan. Samhliða því heimtuðu flestir birgjar staðgreiðslu og leigusalar fóru fram á meiri tryggingar. Þá var ljóst að þetta gekk ekki og unnið að því að selja Sterling eins fljótt og auðið var. Því miður náðist það ekki,“ segir hann og bendir á að undir það síðasta hafi þurft að greiða eldsneyti á vélar félagsins fyrirfram. Næsta vonlaust hafi verið að starfa við slíkar aðstæður. Pálmi segir sérstaklega sárt að þetta skuli hafa verið niðurstaðan þar sem Sterling hafi verið skuldlaust. Fons hafi sett á annan tug milljarða króna inn í félagið upp á síðkastið og eigi stærstu kröfuna á þrotabúið. „Nú er fátt eftir annað en að sleikja sárin, taka sig saman í andlitinu og læra af reynslunni,“ segir hann. Síðdegis í gær var tilkynnt að norska lággjaldaflugfélagið Norwegian Air Shuttle tæki yfir ellefu flugleiðir til og frá Kaupmannahöfn úr búi Sterling. jonab@markadurinn.is Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Danska flugfélagið Sterling varð gjaldþrota í gærmorgun. Fyrrverandi eigandi Fons, félag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið. „Það er ekki alltaf gaman að vera í viðskiptum. En þetta er ólýsanlega sárt,“ segir Pálmi Haraldsson, annar tveggja eigenda Fons, eignarhaldsfélagsins sem átti danska flugfélagið Sterling þar til í gærmorgun. Pálmi hefur síðustu daga átt í viðræðum við tvo aðila um kaup á flugfélaginu. „Við vorum við það að loka dílnum klukkan tíu í gærkvöldi [í fyrrakvöld],“ segir hann. Klukkustund síðar kom í ljós að kaupendur, danskir fjárfestar og þarlendur sjóður, gátu ekki lagt fram viðunandi tryggingar fyrir kaupunum. Þegar snurða hljóp á þráðinn hafi fátt annað verið í stöðunni en að fara til siglinga- og verslunarréttar Kaupmannahafnar og óska eftir gjaldþroti, að sögn Pálma. Um 27 flugvélar flugu undir merkjum Sterling og starfsmenn voru 1.100 talsins. Um tíu prósent af farþegum Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn flugu í fyrra með vélum félagsins. Starfsmenn þurfa nú að leita til Ábyrgðasjóðs launa en óvíst er hvort þeir missi störf sín. Þá fá flestir viðskiptavinir Sterling miða sína endurgreidda. Þeir sem verst fara út úr viðskiptum sínum við Sterling eru hins vegar þeir sem hafa skipulagt ferðir á vegum félagsins næstu daga, að sögn Pálma. Þúsundir voru strandaglópar víðs vegar um Evrópu í gær og unnu önnur flugfélög að því að hlaupa undir bagga. „Þetta er ofboðslega sárt fyrir alla.“ Hann segir árið hafa verið gríðarlega erfitt í flugrekstri víða um heim. Sterling hafi ekki verið undanskilið. „Þegar íslenska fjármálakreppan skall á hrundi salan. Samhliða því heimtuðu flestir birgjar staðgreiðslu og leigusalar fóru fram á meiri tryggingar. Þá var ljóst að þetta gekk ekki og unnið að því að selja Sterling eins fljótt og auðið var. Því miður náðist það ekki,“ segir hann og bendir á að undir það síðasta hafi þurft að greiða eldsneyti á vélar félagsins fyrirfram. Næsta vonlaust hafi verið að starfa við slíkar aðstæður. Pálmi segir sérstaklega sárt að þetta skuli hafa verið niðurstaðan þar sem Sterling hafi verið skuldlaust. Fons hafi sett á annan tug milljarða króna inn í félagið upp á síðkastið og eigi stærstu kröfuna á þrotabúið. „Nú er fátt eftir annað en að sleikja sárin, taka sig saman í andlitinu og læra af reynslunni,“ segir hann. Síðdegis í gær var tilkynnt að norska lággjaldaflugfélagið Norwegian Air Shuttle tæki yfir ellefu flugleiðir til og frá Kaupmannahöfn úr búi Sterling. jonab@markadurinn.is
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira