Viðskipti innlent

Reynt til hins ýtrasta að svara spurningum viðskiptavina

Glitnir.
Glitnir.

Glitnir hefur komið upp svokölluðu „spurt og svarað" svæði á heimsíðu bankans þar sem leitast er við að svara þeim spurningum sem brenna á viðskiptavinum. Svörin snúa að ýmsum atriðum sem snerta daglegt líf viðskiptavina bankans, t.d. varðandi innistæðutryggingar, verðbréfasjóði og hlutabréf, húsnæðislán og bílalán.

„Það er eðlilegt að það vakni upp spurningar í því ástandi sem skapast hefur í efnahagslífinu. Okkar fólk í þjónustuverinu, útibúum og annarstaðar í bankanum hefur staðið sig frábærlega í því að reyna leysa mál okkar viðskiptavina og svara spurningum," segir Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis í fréttatilkynningu.

Már segir að stefnt sé að því að uppfæra spurningarnar jafnóðum og þær berist. Með þessu sé komið til móts við upplýsingaþörf viðskiptavina bankans og um leið að létta álagi á framlínufólki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×