Innlent

Ísland boðið upp á eBay

Breskur karlmaður hefur tekið upp á því að bjóða Ísland upp á uppboðsvefnum eBay.

Eftir því sem segir á vef hins norska Dagbladet er saga landsins rakin í fáum orðum frá því að Ingólfur Arnarson nam hér land og til dagsins í dag. Segir Bretinn að Ísland sé vel byggilegt og bjóði upp á íslenska hestinn og titring í efhagslífinu. Hann tekur þó fram að Grænland og söngkonan Björk fylgi ekki með í kaupunum.

Fyrsta boð í landið hljóðar upp á 99 pens og í gærkvöld höfðu um 70 tilboð borist, það hæsta upp á rúmlega 250 þúsund pund, um 50 milljónir króna miðað við gengið núna. Aftonbladet segir að tilboðin séu takmörkuð við Bretland og því geti Norðmenn ekki verið með í uppboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×