Innlent

Viðbrögð fjöldahjálpar æfð

Í dag var haldin fjöldahjálparæfing í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Sjálfboðaliðar Rauða krossins, starfsfólk skólans og lögreglan æfðu móttöku íbúa úr tveimur fjölbýlishúsum sem átti að hafa kviknað í.

Sjálfboðaliðar léku hlutverk þolenda, blaðamanna og sjónvarpsmanna og sköpuðu margs konar áreiti sem hjálparliðið þurfti að leysa úr.

Æfingum af þessu tagi er ætlað að tryggja það að sjálfboðaliðar Rauða krossins og stuðningsaðilar séu ávallt tilbúnir að opna fjöldahjálparstöðvar og taka á móti hópum þolenda vegna bruna, náttúruhamfara og hópslysa svo fátt eitt sé nefnt.

Menntaskólinn við Hamrahlíð er ein 14 fjöldahjálparstöðva á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×