Viðskipti innlent

Metviðskipti á gjaldeyrismarkaði

Markaðir með skuldabréf og gjaldeyri opnuðu með látum í morgun. Eftir einungis klukkustundar viðskipti hafði veltan náð tæpum 28 milljörðum króna á skuldabréfamarkaði og gengi krónunnar fallið um tæp 4%, eftir því sem fram kemur í Vegvísi Landsbankans.

Velta á gjaldeyrismarkaði nam 125,8 milljörðum króna og sló hún því met sem sett var síðasta föstudag. Gengisvísitala krónunnar sló einnig met frá því í gær og endaði í 155,4 stigum, eftir að hafa farið í tæp 160 stig í morgun. Veiktist krónan því um 1,2% frá opnun markaða og hefur aldrei verið veikari á mælikvarða gengisvísitölunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×