Erlent

Norskir einhleypingar óhamingjusamari

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Einhleypt fólk í Noregi er að jafnaði mun óhamingjusamara en einhleypir í Danmörku og Svíþjóð.

Norskir einhleypingar upplifa sig einmana á meðan nágrannar þeirra í Danmörku telja einveruna færa þeim ákveðið frelsi en einhleypir Svíar segjast líta á sig sem skemmtilegan og litríkan hóp. Hluti skýringarinnar gæti verið sá að sjónvarpsdagskrá í Danmörku og Svíþjóð tekur að mörgu leyti mið af áhugamálum einhleypra og fjallar um lífsstíl þeirra og ýmislegt tengt stefnumótum og makaleit en norska sjónvarpið þykir eitthvað harðlífara á þessu sviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×