Erlent

Handtekinn vegna gruns um njósnir

Frá ráðhústorginu í Tallinn.
Frá ráðhústorginu í Tallinn.

Fyrrverandi yfirmaður öryggismála í eistneska varnarmálaráðuneytinu hefur verið handtekinn vegna gruns um njósnir.

Hermann Simm er talinn hafa laumað leynilegum upplýsingum til Rússa en hann hafði aðgang að og bar ábyrgð á mikilvægustu ríkisleyndarmálum Eistlands í rúman áratug. Eiginkona Simms var einnig handtekin og stendur rannsókn málsins nú yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×