Erlent

Fjölmargir sagðir látnir og hátt í 20 særðir -myndband

Óli Tynes skrifar

Óttast er að einhverjir séu látnir og allt að 20 særðir eftir að ungur maður gekk berserksgang og skaut af byssu í iðnskóla í Kauhajoki í vesturhluta Finnlands í morgun. Maðurinn mun svo hafa beint byssunni að sér en óljósar fregnir um það hvort hann sé látinn en honum var ekið á sjúkrahús.

Algjör glundroði mun hafa ríkt á staðnum þegar maðurinn, sem er um tvítugt, kom inn í skólann og hóf að skjóta af vopni sínu. Um 150 manns munu hafa verið á staðnum. Eldur mun einnig hafa verið í skólanum og gat slökkvilið ekki ráðist gegn honum fyrr en umsátursástandinu lauk.

Finnski miðlar greina frá því að myndbönd hafi fundist á myndbandavefinnum YouTube þar sem maður frá Kauhajoki sé að skjóta af byssu. Ekki hefur fengist staðfest að það sé sami maður og lét til skarar skríða í morgun.

Sjáið myndband af hugsanlegum morðingja hér.





Þessi mynd birtist á YouTube en talið er hugsanlegt að þetta sé árásarmaðurinn.

Ríkisstjórnin í Finnlandi hefur verið kölluð saman vegna árásarinnar og þá hefur verið boðuð samverustund í kirkju í Kauhajoki í kvöld vegna árásarinnar en um 15 þúsund manns búa í bænum.

Þetta er í annað skipti á tæpu ári sem fjöldamorð er framið í finnskum skóla. Í nóvember á síðasta ári skaut nemandi átta manns í skóla sínum í Tuusula.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×