Erlent

Ofbeldisverkum í Írak fækkað um 80 prósent

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Ofbeldisverkum í Írak hefur fækkað um áttatíu prósent að sögn Roberts Gates, varnarmálaráðherra landsins.

Hann varaði þó við því að það væri tekið sem tilefni til þess að hraða heimflutningi Bandarískra hermanna.

Gates bar í dag vitni fyrir þingnefnd í Washington. Þar sagðist hann hafa áhyggjur af því að hinn mikli árangur sem bandarískar og íraskar hersveitir hafi náð verði til þess að glepja fyrir mönnum. Enn sé mikið óvissuástand í landinu.

Barack Obama forsetaframbjóðandi hefur sagt að hann vilji láta kalla bandarísku hermennina heim innan 16 mánaða.

John McCain mótframbjóðandi hans hefur hinsvegar varað við því að ef hermennirnir verði kallaðir heim of snemma gæti það spillt þeim stöðugleika sem náðst hefur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×