Viðskipti erlent

Gestum í Tívolíið fækkaði um yfir 100.000 í sumar

Gestum í Tívolíið í Kaupmannahöfn í sumar fækkað um yfir 100.000 miðað við sama tímabil í fyrra. Forráðamenn þessa sögufræga skemmtigarðs sjá þó ljósa púnkta í aðsókninni.

Alls komu rúmlega 2,8 milljón gesta í heimsókn í Tívolíið á tímabilinu 17. apríl til 22. september. Í fyrra voru gestirnir rúmlega 2,94 milljónir talsins.

Lars Liebest framkvæmdastjóri Tívolísins segir að ef miðað sé við að skemmtigarðurinn var opinn nokkrum dögum skemur en í fyrra, efnahagslægðina sem ríkt hefur og miklar rigningar í ágúst sé hægt að vera ánægður þrátt fyrir minni aðsókn.

"Á sama tíma getum við glaðst yfir því að ánægja gesta með skemmtigarðinn hefur aukist," segir Lars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×