Erlent

Brown vill netaðgang handa skólabörnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Öll bresk skólabörn eiga að hafa netaðgang á heimilum sínum. Þetta sagði forsætisráðherrann Gordon Brown í þingræðu í gær og til að ná þessu markmiði hyggst hann eyrnarmerkja breskum heimilum sem svarar tæpum 50 milljörðum króna.

Það á að gera fjölskyldum án netaðgangs kleift að fá úthlutað allt að 115 þúsund krónum til kaupa á nauðsynlegum búnaði og netáskrift. Stjórnmálaskýrendur telja einsýnt að með þessu útspili sé Brown að sýna að honum sé ekki alls varnað þegar fjárhagslegir erfðileikar steðja að heldur muni hann stýra þjóðinni gegnum brimið, að minnsta kosti fram að næstu kosningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×