Erlent

Erfitt að bera kennsl á lík úr skotárás

MYND/AP

Erfiðlega gengur að bera kennsl á hina látnu í skotárásinni í Kauhajoki í Finnlandi þar sem líkin eru illa brennd að sögn lögreglu.

Eldur kom upp í skólanum og gat slökkviliðið ekki athafnað sig fyrr en umsátursástandinu lauk. Fram kom fyrr í dag að tíu manns hefðu látist í atlögu Mattis Juhani Saara, 22 ára nemanda við iðnskólann í Kauhajoki, en Saari lést af sárum sem hann veitti sér sjálfur eftir tilræðið.

Þá greinir Huvudstadbladet frá því að að ung kona hafi komið á sjúkrahús nú í eftirmiðdag og kom í ljós að hún hefði særst á höfði í árásinni.

Saari hafði nýlega fengið bráðabirgðaleyfi fyrir skammbyssu. Vegna þess að hann hafði sett myndband af sér skjótandi inn á netið hafði lögreglan tal af honum í gær. Eftir það samtal þótti hins vegar ekki ástæða til þess að taka af honum byssuna. Anne Holmlund innanríkisráðherra hefur lofað rannsókn á því hvers vegna lögregla gerði þetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×