Erlent

Bandaríkjamenn ferðast minna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandarískir ferðaþjónustuaðilar sjá ekki fram á betri tíð með blóm í haga alveg á næstunni en bandarískur almenningur sker nú ferðalög sín niður sem aldrei fyrr.

Ferðaþjónusta í Bandaríkjunum hefur ekki laðað að sér færri kaupendur síðan árið 2002 þegar aukið atvinnuleysi og ótti við yfirvofandi stríð í Írak fékk þarlenda til að eyða fríinu frekar heima hjá sér en leggja land undir fót. Fróðir menn í ferðabransanum segjast ekki eiga von á því að þetta ástand fari batnandi fyrr en á seinni hluta ársins 2009.

Gjaldþrotahrina síðustu daga hefur ekki beinlínis verið vatn á myllu ferðaþjónustuaðila en þó er ekki alltaf hlaupið að því að mæla söluna á samanburðarhæfan hátt þar sem spámenn nota mismunandi mælikvarða til að meta söluna. Menn eru þó almennt sammála um það að aukist sala á ferðum um minna en 2,9 prósent í vetur verði þetta versta tímabil hjá ferðaskrifstofum allar götur síðan árið 1991.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×