Viðskipti erlent

Bernanke segir þingmönnum að bretta upp ermarnar

Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði fjárlaganefnd bandaríska þingsins að ekkert væri mikilvægari í dag en að björgunaraðgerðir sem fjármálaráðherra landsins hefur lagt til yrðu samþykktar strax.

Bernanke sat fund nefndarinnar fyrr í dag og það kom fram í máli hans að þrátt fyrir þær björgaraðgerðir og mikla innspýtingu fjármagns í markaðinum sem þegar væru komnar væri enn gífurlegt álag á þessum mörkuðum.

Bernanke hvatt þingmenn í báðum deildum bandaríkjaþings að þær aðgerðir sem fjármálaráðherra landsins hefur lagt fram verði samþykktar strax því öll töf á málinu myndi bara gera ástandið enn verra.

Bernanke er ekki í vafa um að umræddar aðgerðir, meðal annars ruslakistusjópur upp á 700 milljarða dollara til að kaupa undirmálslán, myndu endurreisa trúverðugleika markaðarins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×