Viðskipti erlent

Hráolía aldrei hækkað jafnmikið á einum degi

Verð á tunnu af hráolíu rauk upp um rösklega sextán dollara á mörkuðum í gær og hefur aldrei áður hækkað svo mikið á einum degi.

Verðið er nú komið upp í liðlega 120 dollara. Sérfræðingar telja að rekja megi þetta til spár um aukin umsvif í atvinnulífinu í BAndraíkjunum, sem auka megi eftirspurn, og svo er olíuvinnsla á Mexíkóflóa ekki alveg komin í samt lag eftir að fellibylurinn Ike fór þar um.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×