Erlent

Stal dýrahræjum og setti í skápa

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tvítugur maður er í haldi lögreglu í Dublin í Kaliforníu fyrir að stela dýrahræjum af dýraspítala og koma þeim fyrir í tómum geymsluskápum gagnfræðaskóla nokkurs í bænum.

Lögreglan segir manninn hafa viðurkennt þjófnað á tveimur dauðum köttum og hundi sem hann hafi komið fyrir í skápunum áður en kennsla hófst einn morguninn. Það var skopskyn mannsins sem var kveikjan að háttseminni. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir þjófnað, skemmdir á eigum skólans og ófullnægjandi förgun dýrahræja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×