Gengisvísitalan hefur hækkað um 1,48 prósent það sem af er á markaði í dag. Krónan hefur því veikst sem því nemur og er vísitalan nú í 165 stigum. Engar hækkanir hafa verið í kauphöllinni enn sem komið er en sex félög hafa lækkað.
Mest lækkar SPRON, um 3,50 prósent í um tíu milljón króna viðskiptum og Exista lækkar um 2,61 prósent. Þá lækkaði Bakkavör um rétt rúm tvö prósent.
Úrvalsvísitalan stendur nú í 4.414 stigum og hefur lækkað um 0,77 prósent.