Viðskipti innlent

Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 38 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra. MYND/GVA

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs reyndist nærri 38 milljarðar króna eftir fyrsta ársfjórðung samkvæmt greiðsluuppgjöri sem birt var í dag. Er það rúmum sjö milljörðum króna hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra.

Tekjur reyndust rúmlega níu milljörðum króna hærri en á sama tíma í fyrra og námu alls 128 milljörðum króna á tímabilinu. Þar af námu skatttekjur og tryggingargjöld rúmum 119 milljörðum króna.

Gjöld ríkissjóðs jukust um átta milljarða milli ára og námu tæpum 94 milljörðum. Útgjöld jukust mest til heilbrigðismála, um 1,8 milljarð króna eða 8,3 prósent og til menntamála um 1,3 ma.kr. eða 12,5 prósent. Hlutfallslega er mest aukning á milli ára á liðnum varnarmál, en Ratsjárstofnun kemur sem ný stofnun undir þennan lið nú á þessu ári. Aukningin nemur 156 prósentum, eykst úr 158 milljónum króna í 405.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×