Viðskipti innlent

Raunverð fasteigna hefur lækkað um 8,5%

Fasteignir hafa lækkað um hátt í átta og hálft prósent að raunvirði, þegar litið er eitt ár aftur í tímann, að mati greiningardeildar Kaupþings.

Þarna er tekið tillit rýrnunar vegna verðbólgu. Enn mælist lítilsháttar hækkun að nafnverði á sama tímabili, en deildin spáir því að nafnverð fari líka að lækka á síðari hluta ársins.

Velta á fasteignamarkaði hefur ekki verið minni frá því að mælingar hófust árið 2001. 208 samingum var þinglýst í júní, sem er 80 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×