Viðskipti erlent

Olíuverðið rauk upp um 5 dollara í lok markaða

Aðeins hálftíma áður en olíumarkaðir heimsins lokuðu seint í gærkvöldi rauk verðið á olíutunnunni upp um röska 5 dollara og stendur nú í ríflega 141 dollar á tunnuna.

Það voru fregnir af eldflaugaskotum Írana í gærdag sem höfðu þessi áhrif á olíuverðið. Samhliða þessu féllu hlutabréf á mörkuðum í Bandaríkjunum töluvert en þau höfðu verið í uppsveiflu fyrr um daginn. Markaðirnir lokuðu þó örlítið í plús.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×