Innlent

Körfuboltakappi laus úr haldi

Dimitar Karadzovski hefur leikið sinn síðasta leik með Stjörnunni.
Dimitar Karadzovski hefur leikið sinn síðasta leik með Stjörnunni.

Makedónska körfuboltakappanum Dimitar Karadzovski, sem leikið hefur með Stjörnunni, hefur verið sleppt úr haldi. Friðrik Smári Björgvinsson segir að honum hafi verið sleppt að lokinni yfirheyrslum. Hann verður að öllum líkindum kallaður til yfirheyrslu á ný innan tíðar og málið þá klárað, eins og Friðrik orðar það.

Heimildir Vísis herma að Karadzovski og kærasta hans séu grunuð um stórfelldan þjófnaði úr búningsklefum í íþróttahúsinu í Garðabæ og í partýum sem þau hafa sótt. Þýfið hafi þau síðan sent úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×