Innlent

Ungur maður barinn með kúbeini á Selfossi

Kúbeini var beitt í árás ungmenn á ungan dreng á hjólabrettasvæði á Selfossi á sunnudagskvöld. Sá er óbrotinn en með bólgur í andliti eftir hnefahögg og aumur í baki eftir kúbeinið.

Þetta segir lögreglan á Selfossi sem í gær yfirheyrði þrjá unga menn vegna árásarinnar. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að tveir mannanna hafi verið látnir lausir í gær en framburður þess þriðja var óljós og verður hann yfirheyrður öðru sinni nú fyrir hádegi. Eftir er að yfirheyra nokkur vitni og verður það gert í vikunni.

Lögregla segir að það liggi fyrir að tveir drengjanna, 17 og 18 ára, stóðu að árásinni og stúlka og drengur áttu hlutdeild í henni. Kúbeinið er í vörslu lögreglunnar og rannsóknin á lokastigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×