Viðskipti innlent

Glitnir segir upp starfsfólki

Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Fjórum starfsmönnum af sjö í svokallaðri „atburðadeild" Glitnis banka hefur verið sagt upp störfum, samkvæmt heimildum Vísis. Atburðadeildin hefur, eins og heitið gefur til kynna, umsjón með ýmsum viðburðum sem ætlaðir eru til að kynna bankann fyrir starfsfólki og viðskiptavinum.

Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag ítrekaði Þorsteinn Mar Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, að stjórnendur bankans myndu fara í miklar aðhaldsaðgerðir á næstunni. Skorið yrði niður þar sem því yrði við komið. Stjórnendur bankans hafa gengið á undan með góðu fordæmi með því að stórlækka laun sín, eins og greint var frá í Markaðnum í gær.

Már Másson, forstöðumaður kynningamála hjá Glitni, vildi ekki tjá sig um uppsagnir starfsfólks við Vísi nú undir kvöld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×