Viðskipti innlent

Google leggur kapal yfir Kyrrahafið

Google og fimm önnur stórfyrirtæki ætla í sameiningu að leggja breiðbands-kapal á milli Bandaríkjanna og Japan.

Mun kapallinn liggja eftir botni Kyrrahafsins frá Los Angeles og til Tokyo. Talið er að framkvæmdin muni kosta hátt í 20 milljarða króna.

Hinn tíu þúsund kílómetra langi kapall hefur hlotið heitið Unity eða Eining og á að þjóna aukinni internet-umferð milli Ameríku og Asíu í náinni framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×