Viðskipti erlent

Segir Wall Street á leið niður í ræsið

Franz Wenzel aðstoðarforstjóri fjárfestingadeildar Axa Investment segir í samtali við Bloomberg að Wall Street sé í grundvallaratriðum á leið niður í ræsið.

Opnunin á Wall Street í morgun var rauð, Dow Jones vísitalan lækkaði um tæp 3% og svipaða sögu er að segja af öðrum vísitölum.

Nasdaq lækkaði um rúm 2% í fyrstu viðskiptum dagsins og Standard & Poors vísitalan um tæp 3%.

Orð Franz Wenzel endurspegla andrúmsloftið á mörkuðum um allan heim sem hafa hrunið í kjölfar gjaldþrotsins hjá Lehman Brothers. Og flestir eru sammála um að ástandið muni versna enn áður en markaðirnir rétta úr kútnum á ný.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×