Viðskipti erlent

Evrópski seðlabankinn pumpar 3.900 milljörðum í markaðinn

Evrópski seðlabankinn (ECB) mun pumpa 3.900 milljörðum kr. í fjármálamarkaði á evrusvæðinu. Þetta gerir bankinn til að vinna á móti mikilli niðursveiflu á þessum mörkuðum í dag í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers.

Á sama tíma ætlar Englandsbanki að pumpa rúmlega 80 milljörðum kr. inn á sömu markaði.

Viðskiptavefir í Evrópu segja að þessar innspýtingar á fé inn á markaðinn eigi að virka eins og "smurolía" á þá og koma í veg fyrir meiri taugatitring á mörkuðunum en þegar er orðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×