Viðskipti erlent

Danska fjármálaeftirlitið gefur Eik Banki áminningu

Danska fjármálaeftirlitið hefur gefið Eik Banki í Færeyjum áminningu og krafist breytinga á viðskiptaháttum bankans í fasteignalánum hans. Eik Banki er einnig skráður í kauphöllinni hér á landi.

Samkvæmt frétt í Börsen.dk hefur danska fjármálaeftirlitinu borist fjöldi kvartana vegna markaðssetningar Eik Banki á því sem bankinn kallar "Boligprioritet" og eru fasteignalán á vegum bankans.

Annarsvegar er um það að ræða að árlegur umsýslukostnaður vegna lánanna er ekki gefinn upp. Hinsvegar er um að ræða að viðskiptavinum bankans er gefið í skyn að vextir af þessum lánum fylgi þróun stýrivaxta hjá Danska seðlabankanum þegar svo er í raun ekki. Vöxtunum fylgi vaxtaauki sem bankinn sjálfur getur breytt á hverjum tíma.

Fjármálaeftirlitið vill meina að þetta brjóti í bága við reglur og að bankinn eigi að taka það skýrar fram hverju viðskiptavinurinn geti átt von á þegar hann tekur þessi fasteignalán.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×