Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu komið undir 97 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu er nú komið undir 97 dollara á tunnuna. Er þetta lægsta verð sem sést hefur undanfarna sjö mánuði.

Ástæðan fyrir lækkuninni er að flestar olíuhreinsistöðvar við Mexíkóflóann sluppu við skemmdir af völdum fellibylsins Ike. Einnig er talið að gjaldþrot Lehman Brothers hafi haft áhrif til lækkunnar á olíuverðinu.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að hvað gjaldþrot Lehman varðar sé búist við að það muni hafa versnandi áhrif á fjármálakreppuna í heiminum og þar með draga úr efnahagsvexti og eftirspurn eftir olíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×