Innlent

Fáir óku of hratt í Hvalfjarðargöngum

MYND/Pjetur

Af rúmlega 8.200 ökutækjum sem fóru um Hvalfjarðargöng frá þriðjudegi til föstudags í síðustu viku reyndust 128 á of mikilli ferð og náðust því á hraðamyndavél lögreglunnar.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að þetta þýði að einungis 1,6 prósent ökumanna á umræddu tímabili hafi ekið yfir 70 kílómetra hámarkshraða. Tólf óku á 90 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 97.

Þetta er örlítið lægra brotahlutfall en við síðustu vöktun á þessum stað. Meðalhraði hinna brotlegu er sömuleiðis lægri miðað við síðustu mælingu í Hvalfjarðargöngunum og það eru einnig góð tíðindi að sögn lögreglu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×