Mikilvægt að halda rónni í erfiðu árferði Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. janúar 2008 06:00 Horfur á fjármálamarkaði voru til umræðu á fundi Félags um fjárfestatengsl í gær. Hér sjást Edda Rós Karlsdóttir frá greiningardeild Landsbankans, Ingólfur Bender frá greiningardeild Glitnis, Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, og fundarstjóri, Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptadeild HR. Markaðurinn/ÓKÁ „Ég held að í svona árferði sé mjög mikilvægt að halda ró sinni. Menn þurfa að greina tímabundna erfiðleika frá lengri tíma vandamálum,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME). Hann fór yfir stöðu fjármálafyrirtækja hér á fundi sem Félag um fjárfestatengsl hélt í gærmorgun í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Jónas segir undirstöðu bankanna almennt vera traustar og afkomu þeirra góða síðustu ár. Jafnvel þótt frá væru dregnar óreglulegar fjármagnstekjur og einungis litið til arðsemi af kjarnastarfsemi þá segir hann bankana fyllilega standast samanburð við norræna banka. „Eiginfjárhlutfall þeirra er mjög sterkt og þeir geta staðist veruleg áföll.“ Flesta bankana segir hann geta bætt við útlánaáhættu því hún sé ágætlega dreifð og markaðsáhættu sé mætt með hærra eiginfjárhlutfalli en gangi og gerist hjá norrænum bönkum. Aukinheldur segir Jónas að lækkun á gengi hlutabréfa bankanna hafi verið í samræmi við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. En þrátt fyrir að staðan sé almennt traust segir Jónas ýmis verkefni fram undan. „Að mínu viti snúa þau helst að fjármögnun og samþættingu á starfsemi bankanna milli landa.“ Í máli sínu beindi Jónas sjónum helst að stóru bönkunum þremur, enda segir hann þá skipta mestu fyrir fjármálastöðugleikann. „Þeir standast samanburð við norræna banka, bæði hvað varðar hagkvæmni og arðsemi af kjarnastarfsemi. Þannig hefur arður af fjármálastarfsemi að miklu leyti verið viðbót við tekjurnar af kjarnastarfseminni.“ Öðru máli segir hann gegna um sparisjóðina þar sem hagnaður af kjarnastarfsemi hafi ekki verið nægilega mikill og fyrst og fremst borinn uppi af markaðsverðbréfum. „Því má búast við meiri sveiflum í afkomu þeirra en hjá bönkunum.“ Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Ég held að í svona árferði sé mjög mikilvægt að halda ró sinni. Menn þurfa að greina tímabundna erfiðleika frá lengri tíma vandamálum,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME). Hann fór yfir stöðu fjármálafyrirtækja hér á fundi sem Félag um fjárfestatengsl hélt í gærmorgun í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Jónas segir undirstöðu bankanna almennt vera traustar og afkomu þeirra góða síðustu ár. Jafnvel þótt frá væru dregnar óreglulegar fjármagnstekjur og einungis litið til arðsemi af kjarnastarfsemi þá segir hann bankana fyllilega standast samanburð við norræna banka. „Eiginfjárhlutfall þeirra er mjög sterkt og þeir geta staðist veruleg áföll.“ Flesta bankana segir hann geta bætt við útlánaáhættu því hún sé ágætlega dreifð og markaðsáhættu sé mætt með hærra eiginfjárhlutfalli en gangi og gerist hjá norrænum bönkum. Aukinheldur segir Jónas að lækkun á gengi hlutabréfa bankanna hafi verið í samræmi við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. En þrátt fyrir að staðan sé almennt traust segir Jónas ýmis verkefni fram undan. „Að mínu viti snúa þau helst að fjármögnun og samþættingu á starfsemi bankanna milli landa.“ Í máli sínu beindi Jónas sjónum helst að stóru bönkunum þremur, enda segir hann þá skipta mestu fyrir fjármálastöðugleikann. „Þeir standast samanburð við norræna banka, bæði hvað varðar hagkvæmni og arðsemi af kjarnastarfsemi. Þannig hefur arður af fjármálastarfsemi að miklu leyti verið viðbót við tekjurnar af kjarnastarfseminni.“ Öðru máli segir hann gegna um sparisjóðina þar sem hagnaður af kjarnastarfsemi hafi ekki verið nægilega mikill og fyrst og fremst borinn uppi af markaðsverðbréfum. „Því má búast við meiri sveiflum í afkomu þeirra en hjá bönkunum.“
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira