Viðskipti innlent

Ísland fer illa út úr kreppunni í samanburði við aðrar þjóðir

Ísland er meðal þeirra landa sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að fari verst út úr kreppunni. Stofnunin telur að iðnríkin séu á leið inn í lengstu og dýpstu kreppu sem þau hafi upplifað síðan á áttunda áratug síðustu aldar.

Það hafa fáar góðar fréttir borist utan úr heimi undanfarnar vikur. Og á því varð ekki breyting þegar Efnahags- og framfarastofnunin OECD birti framtíðarsýn sína í París í dag.

Schmidt-Hebbel sagði að atvinnuleysingjum ætti eftir að fjölga um átta milljónir í hinum þrjátíu aðildarríkjum OECD. Atvinnuleysi muni halda áfram að aukast fram á mitt ár 2010.

Tölur OECD benda til þess að þróunarríkin séu nú komin í niðursveiflu sem vari í að minnsta kosti í fjóra ársfjórðunga. Tveir ársfjórðungar í röð er almenn skilgreining á kreppu.

OECD nefndi nokkur aðildarríki þar sem kreppan verður sérstaklega þung meðal annars vegna lækkunar á húsnæðisverði. Meðal þeirra ríkja eru Ísland, Bretland, Ungverjaland, Írland, Lúxemborg, Spánn og Tyrkland.

Ekki er þó endalaust svartnætti hjá OECD. Það sést glæta um mitt ár 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×