Viðskipti innlent

Fjármálakreppan kemur ekki við kaunin á færeyska olíufélagsinu

Fjármálakreppan kemur ekki við kaunin á færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum sem skráð er í kauphöllinni. Þetta kemur fram í greinargerð sem félagið hefur sent frá sér að beiðni Fjármálaeftirlitsins.

Þvert á móti gerir félagið ráð fyrir að hagnaður verði af rekstri þess á árinu upp á 5 til 10 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega 240 miljónum kr.

Í greinargerðinni segir að gengi íslensku krónunnar hafi engin áhrif á afkomu félagsins þar sem það gerir upp í dönskum krónum og hefur tekjur í dollurum.

Hinsvegar geta breytingar á heimsmarkaðsverði á olíu og gasi haft áhrif á rekstur félagsins eðli málsins samkvæmt enda snýst reksturinn eingöngu um olíu-og gasvinnslu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×