Viðskipti innlent

Jón Ásgeir í norskum Brennipunkti í kvöld

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson var aðalumfjöllunarefni norska fréttaskýringaþáttarins Brennpunkt á NRK nú fyrir stundu. Í þættinum fór fréttamaðurinn Peter Svaar í gegnum feril Jóns Ásgeirs með spilum, playmobilkörlum og nokkrum viðmælendum.

Meðal þeirra sem Svaar ræddi við voru Jón Gerald Sullenberger í Flórída, viðskiptablaðamaðurinn Óli Björn Kárason, Bjarni Brynjólfsson, fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt, Vilhjálm Bjarnason og Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Svaar reyndi einnig að ná tali af Jóhannesi Jónssyni, föður Jóns Ásgeirs, en hann vildi ekki tjá sig.

Hægt er að sjá þáttinn hér.

Jón Ásgeir sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þáttarins og birtist hún á heimasíðu NRK í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×