Erlent

Uppþot í Malmö

Frá Malmö.
Frá Malmö.

Átök brutust út í sænsku borginni Malmö í gærkvöldi og var óreirðalögregla kölluð út til þess að hemja mótmælendur sem fóru um í hópum og brutu rúður og kveiktu í bifreiðum. Ástæða mótmælanna er sú að í borginni stendur Evrópska samfélagsráðstefnan yfir en á henni hittast mótmælendur hvaðanæva að úr Evrópu, ræða málin og skipuleggja aðgerðir.

Ráðstefnan hófst á miðvikudaginn og hafa mótmæli í borginni farið fram með friðsamlegum hætti hingað til. Upp úr sauð þó í gærkvöldi en lögregla náði fljótt tökum á ástandinu. Einn var handtekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×