Erlent

Vítisenglar flytja fjölskyldurnar frá Árósum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Átök Vítisengla og innflytjendahópa í Danmörku hafa nú náð slíkum hæðum í Árósum að félagar í Vítisenglum eru teknir að flytja fjölskyldur sínar burt frá bænum.

Að sögn lögreglu hafa englarnir komið sér upp dauðalista og ætla sér að ráða þrjá félaga í hinum svokölluðu Trillegårds-samtökum af dögum en það eru glæpasamtök innflytjenda. Búist er við að til tíðinda dragi um helgina og hefur lögregla mikinn viðbúnað af þeim sökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×