Viðskipti innlent

Icebank hagnast um 1,6 milljarða króna

Icebank hagnaðist um 1.616 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag.

Hagnaður fyrir skatta nam 1.720 milljónum króna og var það rúmum fimm milljörðum króna minni hagnaður en árið á undan. Heildareignir Icebank nær þrefölduðust og voru 252,5 milljarðar króna í árslok og var eiginfjárhlutfall í árslok var 11 prósent.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að hann hafi tapað 2,6 milljörðum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og nam gengistap bankans á ársfjórðungnum rúmum 3,5 milljörðum. Munar þar mest um eign bankans í Exista sem lækkaði um 42,5 prósent á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×