Viðskipti innlent

Færeyski bankinn hefur lækkað mest

Þrjú félög hafa hækkað frá opnun markaðar í morgun í Kauphölllinni. Atlantic Petroleum hefur hækkað mest eða um 6,32% og Century Aluminum Company um 1,97%.

Össur hf hefur hækkað um 0,10% en Færeyski bankinn hefur lækkað mest, um 2,86%. Þá hefur Icelandic Group lækkað um 2,34% og 365 hf um 2,03%.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,31% frá opnun og stendur í tæpum 5334 stigum.

Viðskipti hafa verið mest með bréf í Kaupþingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×