Innlent

Öryggisvörður sleginn í höfuðið

Að sögn lögreglu var tiltölulega rólegt í miðborginni í nótt. Nokkuð var þó um pústra og líkamsárásir en fjórir fóru á slysadeild til aðhlynningar eftir slagsmál.

Talsverður fjöldi fólks í miðborginni og biðröð eftir leigubílum fram á morgun.

Alvarlegast atvik næturinnar var þegar öryggisvörður í 10/11 Austurstræti var sleginn með flösku í höfuðið. Árásaraðili var handtekinn og gistir fangageymslur. Öryggisvörðurinn var fluttur á sjúkrahús en ekki er vitað nánar um meiðsl.

7 gista nú fangageymslur sökum ölvunar og óláta í nótt. Lögregla segir að tveir þeirra megi búast við sekt vegna framferðis síns í miðborginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×